BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 19:30 Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira