Tyson hraunar yfir Mayweather: Hann er lítill maður og veruleikafirrtur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 23:15 Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira
Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira