Aðgerðir stjórnvalda tengjast launakröfum Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:36 Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira