Afhverju þarf ég kynjafræði? Afhverju þarft þú kynjafræði? Hvað hefur kynjafræði gefið mér? Aron Már Þórðarson skrifar 19. maí 2015 16:42 Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun