Hvað er femínismi eiginlega? Róberta Michelle Hall skrifar 19. maí 2015 16:37 Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin!
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun