Bændur vilja að ráðherra grípi til aðgerða vegna verkfalls dýralækna ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 17:03 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. „Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“ Verkfall 2016 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
„Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“
Verkfall 2016 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira