Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2015 16:11 vísir/pjetur „Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11
Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15