Staðan flókin og viðkvæm segir formaður VR Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári. Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira