Segir stefna í fordæmalausa stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 13:14 Páll Matthíasson. „Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref. Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira