Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2015 21:15 Dreifing á kjúklingi hófst um klukkan þrjú í dag. Kjöt frá Matfugli ætti að vera komið í allar verslanir á morgun. vísir/gva Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“. Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“.
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira