Mögnuð frammistaða á HM hjá 43 ára gömlum Tékka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 21:45 Jaromir Jagr fagnar. Vísir/Getty Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira