Erlent

Mikil reiði vegna misnotkunar Íslendinga sem útlendinga á öryggisbúnaði Facebook

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Embættismenn gengu í gær um bæinn Chautara með gjallarhorn og báðu fólk um að koma út úr húsum sínum, sem mörg hver eru að hruni komin.
Embættismenn gengu í gær um bæinn Chautara með gjallarhorn og báðu fólk um að koma út úr húsum sínum, sem mörg hver eru að hruni komin. Vísir/EPA
Fólk um heim allan, þar á meðal Íslendingar, virðast annaðhvort misskilja hrapalega Safety Check búnaðinn hjá Facebook eða hreinlega vera með sótsvartan húmor. Facebook opnaði fyrir möguleikann í kjölfar jarðskjálftans í Nepal í vikunni svo fólk gæti látið ættingja og vini vita að það væri í lagi með það.

Um annan jarðskjálftann á átján dögum er að ræða í Nepal og ljóst að hundruð hafa farist og þúsund slasast. Í fyrri skjálftanum fórust þúsundir og enn fleiri slösuðust alvarlega. Tugir þúsunda eru á vergangi í Nepal og hefur fólk víða verið beðið um að yfirgefa heimili sín þar sem þau eru að hruni komin.

Búnaður Facebook virkar þannig að ef samfélagsmiðilinn telur að notandi sé nærri hættusvæðinu birtist gluggi þar sem notendur geta smellt á hnappinn „Safe“ og í kjölfarið birtast upplýsingarnar „X was market safe during Nepal Earthquake, May 12.“

Ljóst er að fjölmargir víðsfjarri hættusvæðinu smella á „Safe“ takkann mörgum til mikillar reiði.

Twitter notendur um heim allan hafa látið ýmislegt flakka í reiði sinni vegna þessa. Sumir ganga svo langt að eyða fólki af vinalista sínum sem misnota öryggisbúnaðinn. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um athæfið undanfarna daga.

Að neðan má sjá dæmi um viðbrögð fólks úti í heimi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×