Erlent

Fjölmörg þorp einangruð

Samúel Karl Ólason skrifar
Embættismenn gengu í dag um bæinn Chautara með gjallarhorn og báðu fólk um að koma út úr húsum sínum, sem mörg hver eru að hruni komin.
Embættismenn gengu í dag um bæinn Chautara með gjallarhorn og báðu fólk um að koma út úr húsum sínum, sem mörg hver eru að hruni komin. Vísir/EPA
Fjölmargir íbúar Nepal sitja nú fastir eftir jarðskjálftann í gær. Vegir skemmdust víða og fleiri hús skemmdust og eyðilögðust. Minnst 79 létu lífið í skjálftanum, sem var 7,3 stig og meira en 2.300 slösuðust. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að víða sé jafnvel erfitt að koma hjálpargögnum til bágstaddra með þyrlum.

Embættismenn gengu í dag um bæinn Chautara með gjallarhorn og báðu fólk um að koma út úr húsum sínum, sem mörg hver eru að hruni komin. Flestir höfðu þó yfirgefið hús sín í gær og höfðu reist tjöld eða skýlu úr hverju sem fannst.

Sameinuðu þjóðirnar báðu alþjóðasamfélagið um 415 milljón dali, um 55 milljarðar króna, í neyðarhjálp eftir stóra skjálftann 25. apríl. Sú upphæð hefur nú verið endurmetin og er 423 milljónir. Einungis 15 prósent höfðu þó af 415 milljónunum í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Skjálftinn 25. apríl var 7,8 stig og létust minnst 8.150 manns. Heilu þorpin þurrkuðust út og hundruð þúsunda halda nú til í skýlum og á götum Nepal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×