Innlent

Bændasamtökin: 1.400 tonn af kjöti munu bíða tollafgreiðslu

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá samtökunum segir að kjötið sé geymt í frosti þar sem ekki hafi fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að kjötið sé geymt í frosti þar sem ekki hafi fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost. Vísir/Getty
Bændasamtökin áætla að uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti sem ekki hefur farið á markað vegna verkfalls dýralækna verði í lok þessarar viku um 1.400 tonn.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að kjötið sé geymt í frosti þar sem ekki hafi fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost. „Magn innlends kjöts í frystigeymslum er því sjöfallt meira í tonnum talið en þess erlenda kjöts sem bíður tollafgreiðslu. Slík birgðasöfnun mun leiða til fjárhagslegs tjóns fyrir bændur löngu eftir að verkfalli lýkur.

Frá því að verkfall dýralækna hófst þann 20. apríl hafa innlendir alifuglabændur og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Fjárhagsstaða margra búa er því orðin verulega erfið sem hefur áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum, sem og að framleyta sér og fjölskyldum sínum. Ljúki verkfalli ekki brátt mun fjöldi búa standa frammi fyrir gjaldþroti.“


Tengdar fréttir

200 tonn föst í tolli

Mikið magn innfluttra matvæla kemst ekki í gegnum tollafgreiðslu vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Kjúklingur, nautakjöt og ferskt svínakjöt nánast uppurið á landinu. Innflytjendur eru áhyggjufullir vegna stöðunnar í kjaradeilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×