Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 08:30 Gianluigi Buffon og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn