Nepalar óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 19:30 Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39