Frestun blóðrannsókna vegna verkfalls lífeindafræðinga hefur alvarleg áhrif á mæðravernd hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í gögnum Landlæknisins, sem að birt voru í dag, þar sem áhrif verkfalls Bandalags háskólamanna eru skoðuð.
Þá telja stjórnendur heilsugæslunnar hætt við að góður árangur í mæðravernd raskist vegna þessa. Um 60 prósenta blóðrannsókna er frestað á hverjum degi á Landspítalanum vegna verkfallsins eða um 4400 rannsóknum.
Alvarleg áhrif á mæðravernd

Tengdar fréttir

Ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga
Því lengur sem verkfalsaðgerðir standa yfir eykst hinn uppsafnaði vandi sem er hættulegur öryggi sjúklinga.