Innlent

Ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Áhrif verkfallsins eru langmest á Landspítalanum.
Áhrif verkfallsins eru langmest á Landspítalanum. Vísir/Ernir
Heilbrigðisstofnanir segjast ekki geta öryggi sjúklinga við þær aðstæður sem nú eru uppi í heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Embætti landlæknis birti á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur einnig fram álit landlæknis um að því lengur sem verkfalsaðgerðir standi yfir aukist „hinn uppsafnaði vandi sem er hættulegur öryggi sjúklinga.“

Embætti landlæknis óskaði eftir og fékk upplýsingar um áhrif verkfalls BHM á heilbrigðisþjónustu hjá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Áhrif verkfallsins eru langmest á Landspítalanum vegna umfangs og eðlis starfseminnar. Þar eru einnig fleiri stéttir í verkfalli en á öðrum stofnunum.

Frá upphafi verkfalls hefur samtals á stofnununum 354 skurðaðgerðum verið frestað, 50 prósent myndgreininga (alls um það bil 5.435 talsins), 60 prósent blóðrannsókna og rannsóknum á vefjasýnum. Einnig hefur a.m.k. 1.538 dag- og göngudeildarkomum verið frestað.

Þar að auki hefur undanþágubeiðnum hjá LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verið hafnað. Það setur vissa hópa sjúklinga í beina hættu samkvæmt minnisbréfinu. Fyrst og fremst er um krabbameinssjúklinga að ræða og aðra sem þurfa á meðferð að halda sem fylgja þarf eftir með blóðrannsóknum og myndgreiningu.

„Skilaboðin eru skýr, stofnanirnar segjast ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður.“

Minnisbréfið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×