Búist við átökum um virkjanakosti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 15:37 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00