Hreyfing komin á viðræður VR og Samtaka atvinnulífins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2015 12:02 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Vísir/Anton Brink Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00
Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00
Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00