Íslandskortið fjarlægt úr Tjarnarsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:42 Nú er ekkert kort heldur skilti sem á stendur: "No map sorry.“ Vísir/Stefán Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið fjarlægt af sínum vanalega stað en samkvæmt upplýsingum frá húsverði er von á því aftur í lok maí. Það mun þá hafa verið í mánuð í „fríi“ eins og hann orðaði það. „Stjórn hússins starfar eftir þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins. Í sérstökum tilvikum getur verið gerð undantekning frá þessari reglu,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Tjarnarsalurinn sem hýsir vanalega kortið verður nýttur til hvers kyns viðburða á næstunni. Nú næst um helgina sýninguna Handverk og hönnun. Nú er því ekkert kort heldur einungis skilti sem á stendur: „No map sorry.“ Íslandskortið hefur verið í Ráðhúsinu síðan það var byggt árið 1992. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið til þess að skoða það. Líkanið er smíðað á Modelverkstæði Reykjavíkurborgar samkvæmt upplýsingum af síðu borgarinnar. Að verkinu unnu fjórir smiðir, þeir Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristján Sigurðsson. Líkanið var síðan málað af Sigurði Pálssyni málarameistara. „Byrjað var að smíða líkanið í ársbyrjun 1985. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Einstök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofaná aðra með venjulegu trélími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.“ Þetta kemur fram á síðu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um Tjarnarsalinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið fjarlægt af sínum vanalega stað en samkvæmt upplýsingum frá húsverði er von á því aftur í lok maí. Það mun þá hafa verið í mánuð í „fríi“ eins og hann orðaði það. „Stjórn hússins starfar eftir þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins. Í sérstökum tilvikum getur verið gerð undantekning frá þessari reglu,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Tjarnarsalurinn sem hýsir vanalega kortið verður nýttur til hvers kyns viðburða á næstunni. Nú næst um helgina sýninguna Handverk og hönnun. Nú er því ekkert kort heldur einungis skilti sem á stendur: „No map sorry.“ Íslandskortið hefur verið í Ráðhúsinu síðan það var byggt árið 1992. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið til þess að skoða það. Líkanið er smíðað á Modelverkstæði Reykjavíkurborgar samkvæmt upplýsingum af síðu borgarinnar. Að verkinu unnu fjórir smiðir, þeir Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristján Sigurðsson. Líkanið var síðan málað af Sigurði Pálssyni málarameistara. „Byrjað var að smíða líkanið í ársbyrjun 1985. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Einstök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofaná aðra með venjulegu trélími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.“ Þetta kemur fram á síðu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um Tjarnarsalinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira