Forstjóri Landspítalans telur ekki þurfa lög á verkföll Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. maí 2015 19:07 Hjúkrunarfræðingar eru ákveðnir í að sækja launahækkanir þótt það kosti verkfallsátök en þeir standa talsvert að baki öðrum háskólamönnum, að mati formannsins. 2.100 félagsmenn eru í félaginu og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mjög afgerandi niðurstöður úr verkfallskosningunni. Fjórtán prósenta launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum háskólastéttum sé ekki viðunandi og hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir í hörð átök til að leiðrétta hann. Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, óttast verkfall hjúkrunarfræðinga og segir að það verði að afstýra því. Hún segir að rétt svo sé hægt að halda uppi bráðastarfsemi eins og ástandið sé núna. Það bíði allt sem geti beðið eins og er. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, biðlar til samninganefndanna að finna lausn í deilunni. Hann segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í spítalanum og það sé mjög alvarlegt að þeir fari í verkfall ásamt öðrum sem eru í verkfalli. Hann telur þó að ekki eigi að þurfa að koma til þess að sett verði lög á verkföllin ef allar stéttir séu sammála um að láta sjúklinga njóta vafans. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Formaður samninganefndar BHM óttast ekki lög á verkfallið. Ríkisstjórnin bíður skýrslu landlæknis í vikunni um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið áður en lagasetning kemur til greina. 11. maí 2015 07:00 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru ákveðnir í að sækja launahækkanir þótt það kosti verkfallsátök en þeir standa talsvert að baki öðrum háskólamönnum, að mati formannsins. 2.100 félagsmenn eru í félaginu og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mjög afgerandi niðurstöður úr verkfallskosningunni. Fjórtán prósenta launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum háskólastéttum sé ekki viðunandi og hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir í hörð átök til að leiðrétta hann. Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, óttast verkfall hjúkrunarfræðinga og segir að það verði að afstýra því. Hún segir að rétt svo sé hægt að halda uppi bráðastarfsemi eins og ástandið sé núna. Það bíði allt sem geti beðið eins og er. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, biðlar til samninganefndanna að finna lausn í deilunni. Hann segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í spítalanum og það sé mjög alvarlegt að þeir fari í verkfall ásamt öðrum sem eru í verkfalli. Hann telur þó að ekki eigi að þurfa að koma til þess að sett verði lög á verkföllin ef allar stéttir séu sammála um að láta sjúklinga njóta vafans.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Formaður samninganefndar BHM óttast ekki lög á verkfallið. Ríkisstjórnin bíður skýrslu landlæknis í vikunni um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið áður en lagasetning kemur til greina. 11. maí 2015 07:00 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Formaður samninganefndar BHM óttast ekki lög á verkfallið. Ríkisstjórnin bíður skýrslu landlæknis í vikunni um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið áður en lagasetning kemur til greina. 11. maí 2015 07:00
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32