Félagsráðgjöf á Landspítala Ásta Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2015 13:19 Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ásta Guðmundsdóttir og er félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Í vinnu minni sem félagsráðgjafi á Landspítala sinni ég ýmsum verkefnum. Ég tek viðtöl við inniliggjandi sjúklinga, tengi sjúkling við þær stofnanir sem koma að þjónustu við hann, aðstoða við húsnæðismál, aðstoða ef greiðslur frá Tryggingastofnun falla niður, sit þverfaglega teymisfundi, skrifa félagsráðgjafabréf með færni- og heilsumati svo eitthvað sé nefnt. Ég og maðurinn minn erum bæði 33 ára gömul, við erum bæði faglærð í okkar fagi, ég með 5 ára háskólamenntun og hann með 4 ára iðnmenntun. Við erum bæði í 100% vinnu og eigum 2 yndisleg börn, við eigum íbúð og erum að borga af bíl. Við hjónin erum í þeirri stöðu að við eigum fyrir skuldum okkar um hver mánaðamót en þegar búið er að borga allt þá erum við heppin ef við eigum 30.000 kr. í afgang af launum okkar til að lifa af út mánuðinn. Þetta ástand er bara svipað og þegar ég var í námi. Þá var ég á námslánum og í 40% vinnu á veturna og maðurinn minn í 100% vinnu. Þá hugsuðum við með okkur að þetta myndi lagast þegar ég væri búin í námi og komin í vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að nú stöndum við frammi fyrir því að annað hvort okkar þarf að fara í aukavinnu frá börnum okkar svo við getum keypt nauðsynjar! Er þetta boðlegt í okkar þjóðfélagi í dag? Ætti ekki að duga tvær fyrirvinnu í 100% vinnu á heimili til að sjá fyrir nauðsynjum? Bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara hafa gefið út neysluviðmið. Í þeim er gert ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum fyrir fötum, húsbúnaði og tómstundum en allt eru þetta útgjöld sem við getum ekki leyft okkur. Samkvæmt þessum viðmiðum vantar okkur hjónin að minnsta kosti 250.000 kr. upp á hver mánaðamót til að geta það.Metum menntun til launa Krafa okkar félaga í Bandalagi háskólamanna í þeirri kjarabaráttu sem við stöndum nú í við stjórnvöld er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum þurft að leggja út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og vilji að menntað starfsfólk sæki í störf hjá ríkinu. Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi fara tæplega ein mánaðarlaun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það gefur auga leið að í því felst ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntaða að starfa hjá ríkinu ef það býður ekki betri kjör en í boði eru. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa hjá ríkinu og stofnunum þess. Þau geta svarað þessari spurningu með jákvæðum hætti með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun