Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. maí 2015 10:32 Rúmlega 90% þeirra hjúkrunarfræðinga sem greiddu atkvæði vilja fara í verkfall. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46