„Við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna“ ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 13:57 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens mynd/íslandsbanki Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan. Gjaldeyrishöft Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira