2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 10:53 Ráðherrarnir Eygló, Bjarni og Sigmundur kynna áformin í stjórnarráðinu í morgun. vísir/gva Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir ríkisstjórnar Ísland til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Meðal þess sem er á áætlun eru 2.300 nýjar félagsíbúðir og að auki verða tollar á skó og fatnað felldir niður í lok árs. Aðgerðirnar eru í alls ellefu liðum og snúa að skatta-, velferðar- og húsnæðismálum sem og málum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Breyta á tekjuskatti einstaklinga sem mun helst nýtast þeim sem teljast til millitekjuhóps. Skattþrepunum verður fækkað úr þremur í tvö og persónuafsláttur hækkaður til samræmis við verðlag. Stefnt er að því að 2.300 félagslegar leiguíbúðir verði byggðar á árunum 2016-2019 en ef væru þær sér sveitarfélag yrði það það tíunda stærsta á landinu. Íbúar þeirra yrðu fleiri en íbúar Ísafjarðar og Egilsstaðar til að mynda. Stefnt er að því að leiga tekjulágseinstaklings verði ekki nema í mesta lagi fjórðungur ráðstöfunartekna hans. Að auki á að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með reglugerðarbreytingum, húsnæðisbætur verði hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð. Stefnt er að því að koma sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með úttekt á séreignarsparnaði. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með þessum aðgerðum eigi þau markmið að nást sem hún hefur lagt mesta áherslu á í húsnæðismálum. Í því skyni að bæta samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna að stofna sérstakt þjóðhagsráð þar sem aðild eigi oddvitar ríkisstjórnar og fulltrúar Seðlabankans, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir lúta að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða, niðurfellingu tolla á fatnað og skó, lækkun á kostnaði sjúklinga, auknum framlögum til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, átaki gegn skattaundanskotum, einföldun og endurskoðun regluverks og eftirlits með atvinnustarfsemi. Tilkynningu ríkisstjórnarinnar má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir ríkisstjórnar Ísland til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Meðal þess sem er á áætlun eru 2.300 nýjar félagsíbúðir og að auki verða tollar á skó og fatnað felldir niður í lok árs. Aðgerðirnar eru í alls ellefu liðum og snúa að skatta-, velferðar- og húsnæðismálum sem og málum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Breyta á tekjuskatti einstaklinga sem mun helst nýtast þeim sem teljast til millitekjuhóps. Skattþrepunum verður fækkað úr þremur í tvö og persónuafsláttur hækkaður til samræmis við verðlag. Stefnt er að því að 2.300 félagslegar leiguíbúðir verði byggðar á árunum 2016-2019 en ef væru þær sér sveitarfélag yrði það það tíunda stærsta á landinu. Íbúar þeirra yrðu fleiri en íbúar Ísafjarðar og Egilsstaðar til að mynda. Stefnt er að því að leiga tekjulágseinstaklings verði ekki nema í mesta lagi fjórðungur ráðstöfunartekna hans. Að auki á að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með reglugerðarbreytingum, húsnæðisbætur verði hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð. Stefnt er að því að koma sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með úttekt á séreignarsparnaði. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með þessum aðgerðum eigi þau markmið að nást sem hún hefur lagt mesta áherslu á í húsnæðismálum. Í því skyni að bæta samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna að stofna sérstakt þjóðhagsráð þar sem aðild eigi oddvitar ríkisstjórnar og fulltrúar Seðlabankans, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir lúta að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða, niðurfellingu tolla á fatnað og skó, lækkun á kostnaði sjúklinga, auknum framlögum til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, átaki gegn skattaundanskotum, einföldun og endurskoðun regluverks og eftirlits með atvinnustarfsemi. Tilkynningu ríkisstjórnarinnar má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47