Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2015 10:41 Björn Grétar Sveinsson segir samningsdrögin ekki upp á marga fiska. Vísir Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16