Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 07:27 Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti en nóttin gekk vel á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Mynd úr safni. Vísir/Ernir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær. Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu frá verkfalli á bráðamóttöku Landspítalans í nótt þar sem nóttin var óvenju róleg. Þetta segir stjórnandi læknir á bráðamóttökunni. Lítið hefur reynt á verkfallið frá því að það hófst á miðnætti. Varað hefur verið við því af stjórnendum spítalans að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með aðgerðunum. Svanur Sigurðsson, stjórnandi læknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið vel, enda hafi lítið verið að gera. „Það er ekki farið að reyna almennilega á verkfallið þar sem álagið var óvenju lítið í nótt,“ segir hann. Þannig að það þurfti ekki að kalla út mannskap á undanþágu? „Nei það þurfti ekki núna þessa fyrstu nótt verkfalls.“ Svanur segir óljóst hvað muni gerast þegar álag á bráðamóttökuna tekur að aukast að nýju með morgninum. „Það er aldrei að vita. Mér skilst að það muni einhver pláss á spítalanum loka út af skorti á mönnun á deildum og það gæti orðið afar erfið staða ef síðan gengur illa að koma sjúklingum inn á deildir sem þurfa innlagnir. Það mun teppa bráðamóttökuna innan ekki mjög langs tíma. Ég ber ákveðinn kvíðboga fyrir því,“ segir hann. Erfitt er að spá fyrir um hvenær verkfalli hjúkrunarfræðinga lýkur en í gær sagði formaður félags hjúkrunarfræðinga í samtali við fréttastofu að enn væri langt á milli aðila í deilunni. Enginn samningafundur fór fram í deilunni í gær.
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira