Ferðir nokkurra leiða Strætó munu falla niður komi til verkfalls Starfsgreinasambandsins. Boðað hefur verið til verkfalls dagana 28. og 29. maí en ótímabundið verkfall á að hefjast 6. júní náist ekki að semja fyrir þann tíma.
Komi til verkfalls munu allar ferðir leiða 51, 56, 59, 72, 73, 74, 75, 78 og 79 falla niður. Að auki mun ferð leiðar 52 frá Mjódd kl. 10.00 falla niður og frá Landeyjarhöfn kl. 12.35 á sömu leið. Flestar ferðir leiðar 57 munu einnig falla niður með undantekningum þó.
Nánari upplýsingar um akstur leiða má finna inn á heimasíðu Strætó.
Ferðir strætisvagna munu falla niður komi til verkfalls

Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar
65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu.

Bandarískir ferðamenn blása af Íslandsferð vegna verkfalla
Stór hópur Bandaríkjamanna sem koma til landsins í næstu viku er hættur við ferðina vegna yfirvofandi verkfalla.

Verkfallsaðgerðir í gangi
Í dag er fertugasti og sjötti dagur í verkfallsaðgerðum þeirra BHM félaga sem lengst hafa verið í verkfalli.

Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag
Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum.