Neyðarmönnun í sumum tilfellum betri en gengur og gerist Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:00 Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki útlit fyrir að verkfalli hjúkrunarfræðinga verði afstýrt. Vísir/GVA Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira