Innlent

Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stíf fundarhöld voru hjá ríkissáttasemjara um helgina.
Stíf fundarhöld voru hjá ríkissáttasemjara um helgina.
Samninganefndir VR, LÍV, Flóabandalags og StéttVest fá í dag kynnt samningsdrög að kjarasamningi við Samtök Atvinnulífsins. Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum í deilunni og freista þess að ná samningum.

Morgunblaðið greinir frá því að til greina komi að semja til lengri tíma en áður var rætt um og þá er stefnt að því að samningarnir skili raunverulegri kaupmáttaraukningu og að kjör tekjulægstu hópann batni meira en annarra. Drögin verða kynnt stóru samninganefndunum síðdegis í dag.

Í kjaradeilum Starfsgreinasambandsins og BHM virðist staðan hinsvegar óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×