BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2015 22:24 Háskólamenn eru ósáttir við ummæli forsætisráðherra. Vísir Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Samninganefnd Bandalags háskólamanna (BHM) hefur verið boðuð til fundar í hádeginu í morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Þar sagði ráðherra að nýir samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum væru í augsýn. „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum,” sagði Sigmundur Davíð. „Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð. Í tilkynningu sem BHM sendi til fjölmiðla nú í kvöld er lýst yfir furðu vegna þessara ummæla og forsætisráðherra sagður draga samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir í tilkynningunni. „Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa.“Uppfært 23.55: Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tekur í svipaðan streng og forsvarsmenn BHM. Félagið segir að miðað við ummæli forsetisráðherra sé ljóst að ekki verði samið við hjúkrunarfræðinga í bráð.„Það er vægast sagt sérkennilegt í kjarabaráttu að annar samningsaðilinn búi yfir því afli að geta sett lög á hinn samningsaðilann sem gerir sjálfsagt og eðlilegt verkfallsvopn að engu,“ segir í yfirlýsingunni. „Fíh telur að komi til lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga muni það einungis valda úlfúð og það ekki til þess fallandi að leysa málin á farsælan hátt fyrir báða aðila.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segist sorgmæddur yfir ástandinu. 24. maí 2015 19:25
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum