„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. maí 2015 18:00 „Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira