Innlent

Færri bóka hótelherbergi af ótta við verkfall

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Yfirvofandi verkfall kemur til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.
Yfirvofandi verkfall kemur til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir
Verulega hefur dregið úr bókunum hjá hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum síðustu daga vegna yfirvofandi verkfalla sem koma til með að hafa mikil áhrif á fyrirtækin. Þá hafa hótelum borist afbókanir og eru dæmi um allt að fjórtán afbókanir á einum degi.

Á fimmtudaginn í næstu viku ætla tug þúsundir félagsmanna Flóabandalagsins, VR og Starfgreinasambandsins að leggja niður störf ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum þar sem þau koma til með að hafa töluverð áhrif á starfsemi þeirra. Þeirra á meðal er Ólafur Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ambassade Apartments, sem er íbúðahótel í miðborg Reykjavíkur. Hann segir að hótelinu hafi þegar borist afbókanir.

„Við sáum það bara núna þegar frétt á BBC kom um verkföllin á Íslandi og hvernig það myndi hugsanlega lama ferðaþjónustuna þá fengum við 14 afbókanir þann dag,“ segir Ólafur Björn.

Þá segir Ólafur að verulega hafi dregið úr bókunum á hótelið.

„Á þessum tíma árs þá höfum við vanalega fengið meiri bókanir en fólk er að halda aftur af sér og er að bóka þá hugsanlega með minni fyrirvara til að sjá hvað gerist en núna ættu að vera að koma inn tuttugu þrjátíu bókanir á dag allavegana. Þær eru eitthvað að láta að standa á sér,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×