Ancelotti: Ef ég verð rekinn mun ég taka mér ár í pásu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2015 12:00 Ancelotti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Getafe. vísir/getty Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að hann muni taka sér ársleyfi verði hann rekinn frá Madrídarliðinu í sumar. Real vann engan titil á tímabilinu og það er ekki ásættanlegur árangur þar á bæ. „Framtíðin er klár í höfðinu á mér. Ég mun vera áfram hér hjá Real Madrid eða ég mun taka mér eitt ár í pásu,” sagði Ancelotti eftir 7-3 sigur Real á Getafe í lokaumerð spænsku úrvalsdeildarinnar. „Ég held að við munum hittast í næstu viku til þess að klára þessi mál. Þetta er fótbolti, sérstaklega hjá liði eins og Real Madrid þar sem það er eðlilegt að menn spyrji sig spurninga eftir að tímabilið fór ekki vel.” Real lenti í öðru sæti í deildinni tveimur stigum á eftir Barcelona, féll út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Juventus og datt út fyrir grönnum sínum í Atletico Madrid í 16-liða úrslitum spænska bikarsins. „Þetta er partur af mínu starfi. Á síðasta ári unnum við tíunda Evróputitilinn og á þessu ári hefur þetta verið erfitt. Ég mun ekki gleyma hvað við gerðum í fyrra og ég mun ekki gleyma því hvað við gerðum í ár. Þú verður að taka allt með í reikninginn.” „Mig langar til að vera áfram. Ef félagið segir að ég muni ekki vera áfram mun ég ekki vera ánægður, en þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem það gerist í fótboltanum. Þetta gerðist við mig hjá Juventus og Chelsea, en hjá PSG bað ég um að hætta,” sagði Ancelotti að lokum. Rafael Benitez, núverandi stjóri Napoli og fyrrverandi stjóri Liverpool, hefur verið orðaður við starfið og heimildir Guillem Balague, sparkspekings Sky Sports á Spáni, telja að Benitez hefur nú þegar rætt við Real. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3. 23. maí 2015 20:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að hann muni taka sér ársleyfi verði hann rekinn frá Madrídarliðinu í sumar. Real vann engan titil á tímabilinu og það er ekki ásættanlegur árangur þar á bæ. „Framtíðin er klár í höfðinu á mér. Ég mun vera áfram hér hjá Real Madrid eða ég mun taka mér eitt ár í pásu,” sagði Ancelotti eftir 7-3 sigur Real á Getafe í lokaumerð spænsku úrvalsdeildarinnar. „Ég held að við munum hittast í næstu viku til þess að klára þessi mál. Þetta er fótbolti, sérstaklega hjá liði eins og Real Madrid þar sem það er eðlilegt að menn spyrji sig spurninga eftir að tímabilið fór ekki vel.” Real lenti í öðru sæti í deildinni tveimur stigum á eftir Barcelona, féll út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Juventus og datt út fyrir grönnum sínum í Atletico Madrid í 16-liða úrslitum spænska bikarsins. „Þetta er partur af mínu starfi. Á síðasta ári unnum við tíunda Evróputitilinn og á þessu ári hefur þetta verið erfitt. Ég mun ekki gleyma hvað við gerðum í fyrra og ég mun ekki gleyma því hvað við gerðum í ár. Þú verður að taka allt með í reikninginn.” „Mig langar til að vera áfram. Ef félagið segir að ég muni ekki vera áfram mun ég ekki vera ánægður, en þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem það gerist í fótboltanum. Þetta gerðist við mig hjá Juventus og Chelsea, en hjá PSG bað ég um að hætta,” sagði Ancelotti að lokum. Rafael Benitez, núverandi stjóri Napoli og fyrrverandi stjóri Liverpool, hefur verið orðaður við starfið og heimildir Guillem Balague, sparkspekings Sky Sports á Spáni, telja að Benitez hefur nú þegar rætt við Real.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3. 23. maí 2015 20:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3. 23. maí 2015 20:15