Innlent

Fundi BHM og ríkisins lokið: "Bara verið að vinna í málunum“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Boðað var til fundarins í dag til að fara yfir nýtt plagg sem samninganefnd ríkisins lagði fram á föstudag.
Boðað var til fundarins í dag til að fara yfir nýtt plagg sem samninganefnd ríkisins lagði fram á föstudag. Vísir/Sigurjón Ólason/Stefán
Samningafundi BHM og ríkisins lauk nú fyrir stundu. Páll Halldórsson, formaður samninganefdar BHM, segir að enn beri mikið á milli en þó sé verið að vinna í málunum.

„Það er bara verið að vinna í málunum og auðvitað mikið óunnið og mikið sem ber á milli en við erum að tala saman og við munum hittast aftur eftir hádegi á mánudaginn,“ segir hann.

Páll vill ekkert segja um hvernig viðræðurnar gangi en ítrekar að þær standi enn yfir. Boðað var til fundarins í dag til að fara yfir nýtt plagg sem samninganefnd ríkisins lagði fram á föstudag.

„Málið er auðvitað er það að það vantar ansi mikið upp á en við erum að fást við ákveðin atriði sem hjálpa okkur vonandi áfram við að leysa þetta, þannig að við erum að vinna í málunum,“ segir Páll um fundinn í dag.

Uppfært kl. 18.03 eftir að fundinum lauk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×