Sport

Sam ákvað að spila í Kanada

Sam er hæstánægður með að vera kominn til Kanada.
Sam er hæstánægður með að vera kominn til Kanada. vísir/getty
Samkynhneigði ruðningsleikmaðurinn, Michael Sam, hefur lagt NFL-drauminn á hilluna í bili.

Sam kom út úr skápnum áður en hann fór í nýliðaval deildarinnar. Hann fékk tækifæri í æfingahópi St. Louis og Dallas en komst aldrei á samning.

Hann sagði að það kæmi ekki til greina að gefast upp. Hann ætlaði sér að komast í NFL-deildina.

Af því verður ekki strax því hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við kanadíska liðið Montreal Alouettes. Hann getur fengið sig lausan eftir fyrra árið.

„Með því að semja við Michael Sam urðum við betra félag. Við vorum að semja við frábæran leikmann og yndislega persónu. Hann kemur með reisn, karakter og hjarta í liðið," sagði Jim Popp, framkvæmdastjóri félagsins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×