Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. maí 2015 23:20 Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira