Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir geti fjárfest erlendis fyrir árslok

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lífeyrissjóðirnir hafa verið i viðræðum við Seðlabanka Íslands.
Lífeyrissjóðirnir hafa verið i viðræðum við Seðlabanka Íslands. vísir/gva
Landssamtök lífeyrissjóða hafa átt í viðræðum við Seðlabankann um að lífeyrissjóðum verði veitt leyfi fyrir einhverjum fjárfestingum erlendis. Slík heimild væri til þess fallin að koma til móts við sjónarmið um nauðsynlega áhættudreifingu og draga úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum sem geta fylgt því að lífeyrissjóðir fjárfesti eingöngu innanlands.

Undanþága væri einnig til þess fallin að draga úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóða þegar kemur að losun hafta. Á vef Landssamtaka lífeyrissjóðanna segir að Seðlabankinn hafi sýnt málinu skilning og tekið vel í þetta og nú séu taldar miklar líkur á að heimild verði veitt fyrir slíkri fjárfestingu seinni hluta þessa árs.

Lífeyrissjóðirnir hafa ekki getað fjárfest erlendis frá því að gjaldeyrishöft voru sett á árið 2008. Það hefur orðið til þess að  þau hafa fjárfest mjög mikið í skráðum fyrirtækjum og verðbréfasjóðum hérlendis og hafa margir óttast að það gæti leitt af sér eignarbólu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×