Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 22:40 Einn þingmaður situr á milli Birgittu og Ásmundar í þinginu. Vísir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, lék á als oddi og gantaðist við sætisfélaga sinn Jón Gunnarsson á þingi í dag. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Hann var frekar hress í dag,“ segir Birgitta. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi það um klukkan fjögur í dag að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi. Ásmundur hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann ældi yfir farþega í flugi WOW Air til Washington fyrr í maí. Tvennum sögum fer af því hvort þar hafi verið um að kenna veikindum eða ótæpilegri áfengisneyslu. Upplifun Birgittu stangast á við það sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi um klukkan hálf fimm í dag; að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi.„Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“Sjá einnig: Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkjuEkki getað talað við fjölmiðla sökum veikinda „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um klukkan fjögur í dag. Að hennar sögn var Ásmundur greindur af lækni í dag og komið hafi í ljós að hann þjáist af alvarlegum magabólgum. Hann liggi fyrir mjög veikur og sé kominn í veikindaleyfi. Í frétt Vísis kemur fram að honum hafi verið skipað að hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Ásmundur Einar á þing í dag og tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og tók þátt í að hafna sáttatillögu minnihlutans um dagskrárbreytingartillögu.Sjá einnig: Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikurValtur í vegabréfainnritun Veikindi Ásmundar létu á sér kræla í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Birgitta var einnig í þessari ferð en fór ekki í sama flugi út og Ásmundur. Hún umgekkst Ásmund ekki mikið í ferðinni en segist aldrei hafa orðið vör við að hann þyrfti að bregða sér útaf fundi nefndarinnar til að fara á klósettið. Þó telur hún hann hafa keypt sér magameðal í ferðinni. Vísir náði tali af Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, farþega í sama flugi og Ásmundur, aftur í kvöld. Hún stendur við frásögn sína. Tinna var einn þeirra farþega sem Ásmundur ældi á. Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. Hún hafi þar að óttast það að hann myndi falla í gólfið þegar kom að vegabréfaeftirliti sökum þess hversu valtur á fótunum Ásmundur var. Varst þú í fluginu sem fjallað hefur verið um síðustu daga? Endilega hafðu samband við ritstjorn@visir.is svo hægt sé að varpa ljósi á málið. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, lék á als oddi og gantaðist við sætisfélaga sinn Jón Gunnarsson á þingi í dag. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Hann var frekar hress í dag,“ segir Birgitta. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi það um klukkan fjögur í dag að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi. Ásmundur hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann ældi yfir farþega í flugi WOW Air til Washington fyrr í maí. Tvennum sögum fer af því hvort þar hafi verið um að kenna veikindum eða ótæpilegri áfengisneyslu. Upplifun Birgittu stangast á við það sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi um klukkan hálf fimm í dag; að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi.„Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“Sjá einnig: Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkjuEkki getað talað við fjölmiðla sökum veikinda „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um klukkan fjögur í dag. Að hennar sögn var Ásmundur greindur af lækni í dag og komið hafi í ljós að hann þjáist af alvarlegum magabólgum. Hann liggi fyrir mjög veikur og sé kominn í veikindaleyfi. Í frétt Vísis kemur fram að honum hafi verið skipað að hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Ásmundur Einar á þing í dag og tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og tók þátt í að hafna sáttatillögu minnihlutans um dagskrárbreytingartillögu.Sjá einnig: Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikurValtur í vegabréfainnritun Veikindi Ásmundar létu á sér kræla í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Birgitta var einnig í þessari ferð en fór ekki í sama flugi út og Ásmundur. Hún umgekkst Ásmund ekki mikið í ferðinni en segist aldrei hafa orðið vör við að hann þyrfti að bregða sér útaf fundi nefndarinnar til að fara á klósettið. Þó telur hún hann hafa keypt sér magameðal í ferðinni. Vísir náði tali af Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, farþega í sama flugi og Ásmundur, aftur í kvöld. Hún stendur við frásögn sína. Tinna var einn þeirra farþega sem Ásmundur ældi á. Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. Hún hafi þar að óttast það að hann myndi falla í gólfið þegar kom að vegabréfaeftirliti sökum þess hversu valtur á fótunum Ásmundur var. Varst þú í fluginu sem fjallað hefur verið um síðustu daga? Endilega hafðu samband við ritstjorn@visir.is svo hægt sé að varpa ljósi á málið.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent