Félag atvinnurekenda þrýstir á Matvælastofnun að verða við erindi Innnes Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 20:10 Verkfall dýralækna hefur haft áhrif á verslunareigendur og innflutningsaðila. Vísir „Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent