Félag atvinnurekenda þrýstir á Matvælastofnun að verða við erindi Innnes Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 20:10 Verkfall dýralækna hefur haft áhrif á verslunareigendur og innflutningsaðila. Vísir „Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira