Samtök atvinnulífsins: Segja yfirlýsingu verkalýðsfélaga ekki vera boðlega Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2015 16:30 Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd/SA Samtök atvinnulífsins telja sameiginlega yfirlýsing Flóabandalagsins, VR og LÍV um tilboð samtakanna ekki vera boðlega. Í yfirlýsingunni sé því haldið fram að hafi stundað rangfærslur og að „margt launafólk fái lítið sem ekkert út úr tilboðinu“. Segir að sú staðhæfing eigi sér enga stoð. SA hefur sent frá sér tilkunningu þar sem fullyrðingum Flóabandalagsins, VR og LÍV um meintar rangfærslur SA í yfirstandandi samningaviðræðum er svarað. „Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndir þeirra um breytingar á vinnutímaákvæðum megi skipta í þrennt.„Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Kaffitímarnir eru yfirleitt 35 mínútur á dag á dagvinnutímabili, eða 2 stundir og 55 mínútur á viku. Tillaga SA var sú að þessi ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um 40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku. Ef vilji væri til þess að hafa fastákveðin kaffihlé þá væri slíkt samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig og lengdist dagleg viðvera samsvarandi. Þessu fylgdi að deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna út tímakaup lækkaði úr 173,33 hjá verkafólki í 160. Við það hækkaði tímakaupið um 8,3% en á móti yrði greitt fyrir færri tíma þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt. Mikilvægt er að gera þessa breytingu nú á tímum alþjóðlegs og norræns samanburðar því þar er ávallt miðað við virkan vinnutíma og tímakaup reiknað út frá þeim grundvelli.Tvískipt yfirvinnuálag. Talning yfirvinnustunda miðuðust við mánaðarlegt uppgjör. Yfirvinnuálag fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5 stundir á viku) yrði 40% á tímakaup m.v. deilitöluna 160 (51,7% m.v. deilitöluna 173,33). Yfirvinnuálag yrði óbreytt, 1,0385% af mánaðarlaunum (80% m.v. deilitöluna 173,33) fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.Sveigjanlegra dagvinnutímabil. Lagt var til að dagvinnutímabil yrði almennt frá 06:00-19:00.Sama gilti um álagslaus tímabil í vaktavinnusamningum.Endurgjald fyrir breytingarnar. Gegn ofangreindum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum buðu SA 9% hækkun á grunnlaunum kjarasamninga. Þar til viðbótar buðu SA að persónubundin regluleg heildarmánaðarlaun undir kr. 500.000 hækkuðu um 7,0% vegna þessara breytinga.Skaðleysi í jaðartilvikum. Tillögu SA fylgdi einnig ákvæði sem tryggði að enginn lækkaði í launum af völdum þessara breytinga og væru a.m.k. tryggðar þær lágmarkshækkanir sem í samningnum fælist að öðru leyti.Vaktavinna. Skoða þyrfti vaktavinnusamninga sérstaklega til að aðlaga þá breyttri deilitölu og lengra álagstímabili. Á meðfylgjandi mynd sjást áhrif tilboðs SA á mánaðartekjur launamanns eftir því hversu mikil yfirvinna er unnin í mánuði. Sá sem vinnur enga yfirvinnu fær fulla 9% hækkun á mánaðarlaun sín en það hlutfall fer lækkandi með hverri yfirvinnustund þar til 22 yfirvinnustundamarkinu er náð og verður lægst 5,8%. Hlutfallið fer síðan hækkandi á ný með enn frekari yfirvinnu og verður t.d. 7,4% ef yfirvinnutímar mánaðarins eru 40.“Mynd/SA Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja sameiginlega yfirlýsing Flóabandalagsins, VR og LÍV um tilboð samtakanna ekki vera boðlega. Í yfirlýsingunni sé því haldið fram að hafi stundað rangfærslur og að „margt launafólk fái lítið sem ekkert út úr tilboðinu“. Segir að sú staðhæfing eigi sér enga stoð. SA hefur sent frá sér tilkunningu þar sem fullyrðingum Flóabandalagsins, VR og LÍV um meintar rangfærslur SA í yfirstandandi samningaviðræðum er svarað. „Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndir þeirra um breytingar á vinnutímaákvæðum megi skipta í þrennt.„Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Kaffitímarnir eru yfirleitt 35 mínútur á dag á dagvinnutímabili, eða 2 stundir og 55 mínútur á viku. Tillaga SA var sú að þessi ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um 40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku. Ef vilji væri til þess að hafa fastákveðin kaffihlé þá væri slíkt samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig og lengdist dagleg viðvera samsvarandi. Þessu fylgdi að deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna út tímakaup lækkaði úr 173,33 hjá verkafólki í 160. Við það hækkaði tímakaupið um 8,3% en á móti yrði greitt fyrir færri tíma þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt. Mikilvægt er að gera þessa breytingu nú á tímum alþjóðlegs og norræns samanburðar því þar er ávallt miðað við virkan vinnutíma og tímakaup reiknað út frá þeim grundvelli.Tvískipt yfirvinnuálag. Talning yfirvinnustunda miðuðust við mánaðarlegt uppgjör. Yfirvinnuálag fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5 stundir á viku) yrði 40% á tímakaup m.v. deilitöluna 160 (51,7% m.v. deilitöluna 173,33). Yfirvinnuálag yrði óbreytt, 1,0385% af mánaðarlaunum (80% m.v. deilitöluna 173,33) fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.Sveigjanlegra dagvinnutímabil. Lagt var til að dagvinnutímabil yrði almennt frá 06:00-19:00.Sama gilti um álagslaus tímabil í vaktavinnusamningum.Endurgjald fyrir breytingarnar. Gegn ofangreindum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum buðu SA 9% hækkun á grunnlaunum kjarasamninga. Þar til viðbótar buðu SA að persónubundin regluleg heildarmánaðarlaun undir kr. 500.000 hækkuðu um 7,0% vegna þessara breytinga.Skaðleysi í jaðartilvikum. Tillögu SA fylgdi einnig ákvæði sem tryggði að enginn lækkaði í launum af völdum þessara breytinga og væru a.m.k. tryggðar þær lágmarkshækkanir sem í samningnum fælist að öðru leyti.Vaktavinna. Skoða þyrfti vaktavinnusamninga sérstaklega til að aðlaga þá breyttri deilitölu og lengra álagstímabili. Á meðfylgjandi mynd sjást áhrif tilboðs SA á mánaðartekjur launamanns eftir því hversu mikil yfirvinna er unnin í mánuði. Sá sem vinnur enga yfirvinnu fær fulla 9% hækkun á mánaðarlaun sín en það hlutfall fer lækkandi með hverri yfirvinnustund þar til 22 yfirvinnustundamarkinu er náð og verður lægst 5,8%. Hlutfallið fer síðan hækkandi á ný með enn frekari yfirvinnu og verður t.d. 7,4% ef yfirvinnutímar mánaðarins eru 40.“Mynd/SA
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum