„Þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. maí 2015 11:35 „Enn einu sinni virðast þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, sem sagði það ekki bara spurning um réttlæti heldur spurning um samfélag sem virkar vel og býr til eins mikil verðmæti og hægt er. „Það er meira að segja orðin opinber „pólisía“ sumra stéttarfélaga að það megi ekki hækka laun þeirra lægstu hlutfallslega meira en þeirra og það er erfitt vegna þess að þessi ójöfnuðurinn í samfélaginu er orðinn okkur dýr,“ sagði hann. Kári og hagfræðingurinn Bolli Héðinsson fóru yfir kjaradeilur síðustu vikna í þættinum.Óhjákvæmilegt að hækka lífeyri„Nú kom til dæmis fram, ég held hjá fjármálaráðherra, eftir að þessir samningar voru gerðir að hann gerði ekki ráð fyrir því að lífeyrisþegar fengu ekki sömu kjarabætur og þeir lægst settu fá út úr þessu frá atvinnurekendum og það lýsir ákveðinni firringu að átta sig ekki á því að auðvitað þurfa lífeyrisþegar landsins að njóta hinn sömu kjarabóta og allir aðrir,“ sagði hann. „Þetta er einn þátturinn í því hvernig á að fjármagna þær bætur sem ríkið mun óhjákvæmilega koma til með að þurfa að borga lífeyrisþegum því þegar upp er staðið munu þeir ekki geta skilið þá eftir.“Bolli Héðinsson hagfræðingur.Kári og Bolli ræddu um jöfnuð í samfélaginu og vitnaði forstjórinn í orð Joseph Stiglitz um að hagur þess þriðjungs sem hefur minnst á milli handanna í vestrænum samfélögum hafi ekki vaxið í 42 ár og að kaupmáttur mið-þriðjungsins hafi ekki vaxið í 23 ár. „Þannig að allt sem betur hefur gerst í vestrænum samfélögum á síðustu hálfri öld hafi allt farið í vasa hinna ríkustu,“ sagði Kári. Þurfum að vera á varðbergi Bolli vitnaði í hagfræðingana Thomas Piketty og George Packer sem báðir hafa fjallað um hvernig lægri- og millistéttum hefur hrakað síðustu þremur til fjórum áratugum. „Bandaríkin eru ekki lengur samfélag þar sem þú getur búist við að geta mennta börnin þín og þau notið sömu tækifæra óháð fjárhag foreldranna eða neitt í þá veru,“ sagði Bolli sem sagði að ákveðið samfélagsbrot hafi orðið í Bandaríkjunum. „Og ég held að við höfum að einhverju leiti orðið fyrir því líka hér og við erum kannski ekki búin að bíta úr nálinni með það en við þurfum að vera mjög á varðbergi ef við ætlum að passa okkur að fara ekki sömu leið.“Verkalýðshreyfingin breytt Kári sagðist telja verkalýðshreyfingin hafi tekið breytingum á síðustu árum; verkalýðsfélögin væru orðin stærri og gættu ólíkra hagsmuna. „Ég held við þurfum að endurvekja gömlu Dagsbrún og ég held við ættum að nýta okkur nýjustu tækni erfðafræðinnar til þess að endurvekja Guðmund Jaka og fólk sem batt sig við krana til að koma í veg fyrir að hægt væri að dæla olíu í land í verkföllum. Ég held að við ættum að einbeita okkur meira á þörfum þess fólks sem minnst mega sín í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Kári gagnrýndi baráttu Bandalags háskólamanna sem krefjast hærri launa vegna menntunar. „Ég held því fram að það sé miklu eðlilegra að við reynum búum okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja til samfélagsins,“ sagið hann og bætti við: „Það er miklu merkilegra ef maður með litla menntun leggur mikið af mörkum til samfélagsins heldur en sá sem er með mikla en það skiptir samfélagið engu máli, það er bara verið að leggja af mörkum til þess.“Háskólahugtakið útþynnt Hann sagði að hugmyndin um laun sem miðast við menntun verða óheppilegri eftir því sem háskólahugatakið sé þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krummaskuði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega háskólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Hann sagði að skólarnir hefðu hvata til að hleypa fólki í gegnum próf þar sem greitt væri fyrir hvern nemanda. „Fólk á auðvitað að fá hærri laun fyrir að leggja meira á sig ef það fyrir vikið leggur meira af mörkum til samfélagsins, en ég held að það sé vafasamt að nota háskólagráðu eina saman til að hysja laun upp mikið,“ sagði hann. Verkfall 2016 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
„Enn einu sinni virðast þeir sem eru verst settir í íslensku samfélagi eiga mjög fáa málsvara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, sem sagði það ekki bara spurning um réttlæti heldur spurning um samfélag sem virkar vel og býr til eins mikil verðmæti og hægt er. „Það er meira að segja orðin opinber „pólisía“ sumra stéttarfélaga að það megi ekki hækka laun þeirra lægstu hlutfallslega meira en þeirra og það er erfitt vegna þess að þessi ójöfnuðurinn í samfélaginu er orðinn okkur dýr,“ sagði hann. Kári og hagfræðingurinn Bolli Héðinsson fóru yfir kjaradeilur síðustu vikna í þættinum.Óhjákvæmilegt að hækka lífeyri„Nú kom til dæmis fram, ég held hjá fjármálaráðherra, eftir að þessir samningar voru gerðir að hann gerði ekki ráð fyrir því að lífeyrisþegar fengu ekki sömu kjarabætur og þeir lægst settu fá út úr þessu frá atvinnurekendum og það lýsir ákveðinni firringu að átta sig ekki á því að auðvitað þurfa lífeyrisþegar landsins að njóta hinn sömu kjarabóta og allir aðrir,“ sagði hann. „Þetta er einn þátturinn í því hvernig á að fjármagna þær bætur sem ríkið mun óhjákvæmilega koma til með að þurfa að borga lífeyrisþegum því þegar upp er staðið munu þeir ekki geta skilið þá eftir.“Bolli Héðinsson hagfræðingur.Kári og Bolli ræddu um jöfnuð í samfélaginu og vitnaði forstjórinn í orð Joseph Stiglitz um að hagur þess þriðjungs sem hefur minnst á milli handanna í vestrænum samfélögum hafi ekki vaxið í 42 ár og að kaupmáttur mið-þriðjungsins hafi ekki vaxið í 23 ár. „Þannig að allt sem betur hefur gerst í vestrænum samfélögum á síðustu hálfri öld hafi allt farið í vasa hinna ríkustu,“ sagði Kári. Þurfum að vera á varðbergi Bolli vitnaði í hagfræðingana Thomas Piketty og George Packer sem báðir hafa fjallað um hvernig lægri- og millistéttum hefur hrakað síðustu þremur til fjórum áratugum. „Bandaríkin eru ekki lengur samfélag þar sem þú getur búist við að geta mennta börnin þín og þau notið sömu tækifæra óháð fjárhag foreldranna eða neitt í þá veru,“ sagði Bolli sem sagði að ákveðið samfélagsbrot hafi orðið í Bandaríkjunum. „Og ég held að við höfum að einhverju leiti orðið fyrir því líka hér og við erum kannski ekki búin að bíta úr nálinni með það en við þurfum að vera mjög á varðbergi ef við ætlum að passa okkur að fara ekki sömu leið.“Verkalýðshreyfingin breytt Kári sagðist telja verkalýðshreyfingin hafi tekið breytingum á síðustu árum; verkalýðsfélögin væru orðin stærri og gættu ólíkra hagsmuna. „Ég held við þurfum að endurvekja gömlu Dagsbrún og ég held við ættum að nýta okkur nýjustu tækni erfðafræðinnar til þess að endurvekja Guðmund Jaka og fólk sem batt sig við krana til að koma í veg fyrir að hægt væri að dæla olíu í land í verkföllum. Ég held að við ættum að einbeita okkur meira á þörfum þess fólks sem minnst mega sín í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Kári gagnrýndi baráttu Bandalags háskólamanna sem krefjast hærri launa vegna menntunar. „Ég held því fram að það sé miklu eðlilegra að við reynum búum okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja til samfélagsins,“ sagið hann og bætti við: „Það er miklu merkilegra ef maður með litla menntun leggur mikið af mörkum til samfélagsins heldur en sá sem er með mikla en það skiptir samfélagið engu máli, það er bara verið að leggja af mörkum til þess.“Háskólahugtakið útþynnt Hann sagði að hugmyndin um laun sem miðast við menntun verða óheppilegri eftir því sem háskólahugatakið sé þynnt meira út. „Við erum með háskóla á Íslandi í hverju krummaskuði og til þess að hafa þar fólk þarf að lækka „standardinn“ í þessum skólum og það sem raunverulega háskólamenntun segir um þig er miklu minna en það var fyrir fimmtíu árum,“ sagði Kári. Hann sagði að skólarnir hefðu hvata til að hleypa fólki í gegnum próf þar sem greitt væri fyrir hvern nemanda. „Fólk á auðvitað að fá hærri laun fyrir að leggja meira á sig ef það fyrir vikið leggur meira af mörkum til samfélagsins, en ég held að það sé vafasamt að nota háskólagráðu eina saman til að hysja laun upp mikið,“ sagði hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira