Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 22:18 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015 Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00