Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:00 Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“ Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27