Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:00 Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“ Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27