Ögmundur: Geri ráð fyrir því að vera markmaður númer eitt hjá Hammarby Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 18:00 Ögmundur hefur leikið fjóra A-landsleiki. myndasafn ksí Ögmundur Kristinsson var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun og var að reima á sig takkaskóna þegar blaðamaður Vísis tók hann tali. „Það er alltaf gaman að koma og forréttindi að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum. Ég hlakka til,“ sagði Ögmundur en framundan er leikur gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. En gerir Ögmundur sér vonir um að fá tækifæri á föstudaginn? „Maður gerir sitt besta á æfingum og síðan eru það þjálfararnir sem taka ákvörðun um það,“ sagði markvörðurinn sem er nýbúinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en þar hittir hann fyrir félaga sinn í landsliðinu, Birki Má Sævarsson. „Ég er ánægður með þessi vistaskipti. Það er spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. „Ég vonast fyrst og fremst eftir því að spila meira en ég gerði hjá Randers, standa sig vel og reyna að komast lengra á fótboltaferlinum,“ sagði Ögmundur en hann lék aðeins tvo leiki með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hammarby seldi nýlega aðalmarkvörðinn sinn, Johannes Hopf, til Genclerbirligi í Tyrklandi og gerir Ögmundur ráð fyrir að taka stöðu hans þegar hann verður orðinn löglegur með liðinu um miðjan júlí. „Þeir eru búnir að selja fyrsta markmanninn sinn og taka mig inn í stað hans þannig að ég geri ráð fyrir að ég verði markvörður númer eitt. En ég þarf að vinna fyrir því og standa mig,“ sagði Ögmundur sem fór til Stokkhólms í síðustu viku til að skrifa undir hjá Hammarby sem er í 11. sæti sænsku deildarinnar þegar 13 umferðir eru búnar. Um það bil ár er liðið síðan Ögmundur hleypti heimdraganum og fór í atvinnumennsku. Þótt hann hafi spilað lítið hjá Randers segir hann reynsluna af atvinnumennskunni vera góða. „Þetta er frábær reynsla og þetta er allt annað en hérna heima. Það reynir á þegar maður er ekki að spila en það styrkir mann bara,“ sagði Ögmundur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Ögmundur Kristinsson var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun og var að reima á sig takkaskóna þegar blaðamaður Vísis tók hann tali. „Það er alltaf gaman að koma og forréttindi að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum. Ég hlakka til,“ sagði Ögmundur en framundan er leikur gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. En gerir Ögmundur sér vonir um að fá tækifæri á föstudaginn? „Maður gerir sitt besta á æfingum og síðan eru það þjálfararnir sem taka ákvörðun um það,“ sagði markvörðurinn sem er nýbúinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en þar hittir hann fyrir félaga sinn í landsliðinu, Birki Má Sævarsson. „Ég er ánægður með þessi vistaskipti. Það er spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. „Ég vonast fyrst og fremst eftir því að spila meira en ég gerði hjá Randers, standa sig vel og reyna að komast lengra á fótboltaferlinum,“ sagði Ögmundur en hann lék aðeins tvo leiki með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hammarby seldi nýlega aðalmarkvörðinn sinn, Johannes Hopf, til Genclerbirligi í Tyrklandi og gerir Ögmundur ráð fyrir að taka stöðu hans þegar hann verður orðinn löglegur með liðinu um miðjan júlí. „Þeir eru búnir að selja fyrsta markmanninn sinn og taka mig inn í stað hans þannig að ég geri ráð fyrir að ég verði markvörður númer eitt. En ég þarf að vinna fyrir því og standa mig,“ sagði Ögmundur sem fór til Stokkhólms í síðustu viku til að skrifa undir hjá Hammarby sem er í 11. sæti sænsku deildarinnar þegar 13 umferðir eru búnar. Um það bil ár er liðið síðan Ögmundur hleypti heimdraganum og fór í atvinnumennsku. Þótt hann hafi spilað lítið hjá Randers segir hann reynsluna af atvinnumennskunni vera góða. „Þetta er frábær reynsla og þetta er allt annað en hérna heima. Það reynir á þegar maður er ekki að spila en það styrkir mann bara,“ sagði Ögmundur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50