Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 12:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna. Gjaldeyrishöft Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. Þá sagði hann hagsmuni þjóðarinnar vera í öndvegi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld ráðast nú í vegna losunar hafta muni hafa víðtæk áhrif fyrir almenning og atvinnustarfsemi í landinu. „Þetta eru mikil tímamót í efnahagslegu tilliti og ánægjuleg líka. [...] Með þessum aðgerðum verða horfurnar bjartari,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Fjármálaráðherra sagði auðveldara að kynna til sögunnar höft en aflétta þeim. Rifjaði hann upp að þegar höftin voru samþykkt í nóvember 2008 hafi menn talið að þau yrðu til sex mánaða og í mesta lagi til tveggja ára. Nú hafi Ísland hins vegar verið lokað inn í höftum í tæp sjö ár. Bjarni sagði jafnframt að losun hafta sé risavaxið vandamál enda sé það til komið vegna fordæmalausra aðstæðna í kjölfar gjaldþrota íslensku viðskiptabankanna haustið 2008. Vísaði fjármálaráðherra meða annars til þess að gjaldþrotin hafi hvert um sig ratað á lista yfir tíu stærstu gjaldþrot sögunnar. Fjármálaráðherra lagði áherslu á það að efnahagslífið muni ekki þurfa að aðlaga sig upp á nýtt vegna uppgjörs á slitabúum bankanna í tengslum við losun hafta og bætti við: „Lausnirnar þurfa að uppfylla samfélagslegar væntingar og vera póltískt framkvæmanlegar.“ Að mati Bjarna uppfylla þær lausnir sem stjórnvöld ráðast nú í þessi skilyrði enda sé um heildstæða áætlun að ræða vegna losunar haftanna.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira