Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. júní 2015 12:23 Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. Vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Gjaldeyrishöft Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun