Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2015 11:56 Færsla Hildar hefur vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur. Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur.
Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42