Hlín búin að leggja fram kæru vegna nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 11:43 Hlín Einarsdóttir hefur ekkert tjáð sig um fjárkúgunarmálin tvö. Vísir/Valli Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03